Sunday, April 28, 2013

Syndsamlega góð Rice Krispies kaka.


Í gær  kom yfir mig svakaleg köku löngun, þá sjaldan sem það nú gerist. Ég átti von á gestum um kvöldið svo ég ákvað að gera Rice Krispies köku, ég fékk þessa uppskrift hjá vinkonu minni fyrir nokkrum árum og ég geri þessa köku reglulega. Það tekur enga stund að búa til kökuna og í öll skipti sem ég hef boðið upp á þessa köku þá hefur hún vakið lukku. Það er mjög erfitt að standast súkkulaðihjúpað Rice Krispies, það er svo syndsamlega gott. 

Rice Krispies kaka með bönunum og karamellusósu. 

Botn:
100 g smjör
100 g suðusúkkulaði
100 g Mars súkkulaði
4 msk síróp
5 bollar Rice Krispies 

Bræðið smjör við vægan hita, setjið súkkulaðið saman við og leyfið því að bráðna. Bætið sírópinu því næst og hrærið vel saman, passið að hafa vægan hita svo blandan brenni ekki. Þegar allt er orðið silkimjúkt þá er gott að blanda Rice Krispies út í. Hellið blöndunni í form og leyfið botninum að kólna í kæli í lágmark 15 mínútur. 

Krem og karamellusósa. 

Þeytið lítinn pela af rjóma og skerið tvo banana í litla bita. Setjið bananabitana ofan á kökubotninn og dreifið síðan rjómanum yfir. 

Karamellusósu. 

1 poki Góa kúlur
1/2 dl rjómi

Bræðið Góa kúlurnar við vægan hita í rjómanum. Setjið karamellusósuna í kæli í smá stund áður en þið setjið ofan á rjómann, það er mjög mikilvægt að sósan sé ekki oft heit því þá er hættan sú að rjóminn fari að leka til og það viljum við svo sannarlega ekki. Gott er að geyma kökuna í kæli í 30 mín - 60 mín áður en að hún er borin fram. 


Eins og þið sjáið þá verður þetta varla einfaldara, ég get eiginlega lofað ykkur því að þið verðið ekki svikinn af þessari köku. Ég mæli með að þið setjið upp betri svuntuna og bjóðið upp á þessa köku með sunnudagskaffinu. 

Ég vona að þið njótið vel kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

9 comments:

  1. Mmm þessi er alltaf góð...líka mjög sniðugt að setja svampbotn ofan á rice crispies...hafa hana "öfuga" svo það sé auðveldara að skera :)

    ReplyDelete
  2. ómæ, ég elska fátt meira en rice crispies!!
    xx
    Þórunn
    www.double-pizzazz.com

    ReplyDelete
  3. Gerði þessa og bætti við svampbotni og hún var aaaalgjört æði.

    ReplyDelete
  4. mmmmmmmm ætla hafa hana í barnaafmæli á morgun :)

    ReplyDelete
  5. Eeeeeeelska þessa :)

    ReplyDelete
  6. Vá, girnó! Mig langar að gera þessa en er alveg lost þegar bollamál er annars vegar... :-/

    ReplyDelete
  7. Snilld að setja bananasneiðar líka ofaná og karmelluna yfir.

    ReplyDelete
  8. girnilegar uppskriftir hjá þér, heldurðu að það væri hægt að nota þessa uppskrift í rice kransaköku?, er þetta nokkuð laust í sé?

    ReplyDelete
  9. would love recipe in English. It looks so good

    ReplyDelete