Tuesday, February 28, 2012

Hrökkbrauð


Hrökkbrauð er í miklu eftirlæti hjá mér. Það er eitthvað við þetta stökka og þunna brauð sem ég fæ ekki nóg af. Það erh 



  • 4 dl. Haframjöl
  • 4 dl. Rúgmjöl
  • 1 dl. Graskersfræ
  • 1 dl. Sólblómafræ
  • 1 dl. Sesamfræ
  • 1 dl. Hörfræ
  • 7 dl. Vatn
  • 1 msk. Hunang 
Aðferð:

  1. Blandið öllum þurrefnum saman í skál. 
  2. Bætið vatni og hunanagi saman við þurrefnin og blandið vel saman. 
  3. Dreifið blöndunni á pappírsklædda ofnplötu. Skerið í deigið með pizzahníf áður en þið setjið deigið inn í ofn. 
  4. Bakið við 160°C í 35 mínútur. Opnið hurðina á ofninum og bakið áfram í 10 mínútur, lokið síðan ofninum aftur og bakið í 20 mínútur. Þá ætti hrökkbrauðið að vera tilbúið. Leyfið hrökkbrauðinu að kólna svolítið áður en þið berið það fram. 





Sunday, February 26, 2012

26.02.12

Helgin var ansi hugguleg og var fljót að líða. 
Á föstudaginn var útgáfuteiti Mágusartíðinda, rit innan viðskiptafræðideildar HÍ. 
Ég sat í ritnefnd og er virkilega ánægð með blaðið. 
Í gær var svo árshátíð hjá Icelandair og það var svakalega gaman. Það má með sanni segja að sé kominn mikill fiðringur fyrir sumrinu. Það var svo gaman að hitta allt það yndislega fólk sem ég kynntist síðasta sumar. Síðasta sumar var algjör draumur en ég er handviss um að þetta sumar verði enn betra. Ég er allavega mjög spennt að vinda mér í fluffudressið og fara að vinna.
 Sumarið má alveg fara að koma. 


Jú, það er ansi mikilvægt fyrir bloggara að taka myndir af sér með kameruna á lofti.
 Ég er alveg handviss um að ég hafi lesið það í blogg-handbókinni. Handviss. 

Vonandi áttu þið ljúfa helgi. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Saturday, February 25, 2012

Íslensk náttúrufegurð

 Íslensk náttúrufegurð er einstök. 
Þegar við Haddi erum á Hvolsvelli Þá förum við vitaskuld á rúntinn, sveitarúntur er huggulegur.
Umhverfið er dásamlegt í sveitinni.
Við stoppuðum hjá Seljalandsfossi, mikil ósköp er fossinn fagur.





xxx

Eva Laufey Kjaran

Friday, February 24, 2012

Gleðikaka.


Ég er mikil kökumanneskja. Mér finnst fátt betra en ljúffeng kökusneið. Mamma mín var ansi oft með nýbaka köku eftir skólann og það gladdi mig alltaf ansi mikið. 

Ég reyni að vera dugleg við það að baka kökur, mér finnst það í raun skemmtilegast af því sem ég baka. Setja hana á fallegan disk og hún gerir heimilið heimilislegra. 
Tignarleg og góð kaka bætir og kætir. 

Vanillukaka með súkkulaðirjóma, ferskum berjum og hvítsúkkulaðikremi.

Ég geri reglulega vanillubotnakökur og uppskrift af þeim botnum finnur þú hér 

Súkkulaðirjómi, þið getið notað hvaða súkkulaði sem er en ég notaði venjulegt síríus súkkulaði. 

1 dl. Rjómi
100 gr. Súkkulaði

Bræðum í potti við vægan hita, setjum blönduna síðan inn í kæli í 30 mínútur. 

Þeytum 4 dl. Rjóma og bætum súkkulaðiblöndunni saman við og höldum áfram að hræra þar til þetta hefur blandast vel saman. 

Svo skar ég niður eina öskju af jarðaberjum og eina öskju af bláberjum. 

Blandaði nokkrum berjum saman við rjómann, lét hann svo á kökubotninn og lét restina af ávöxtunum ofan á. Svo er það bara að láta kremið á, ég notaði hvítsúkkulaðikrem sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Uppskriftina finnið þið hér

Ég prufaði sömuleiðis að gera sykurmassa í fyrsta sinn, gekk ágætlega og ég á klárlega eftir að gera sykurmassa aftur í bráð. 








Kakan var aldeilis fín og góð. 

Vonandi eigið þið ljúfa helgi framundan. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Tuesday, February 21, 2012

Fallegar vinkonur


 Dagurinn hófst með morgunkaffi hjá Edit minni. Það var svo sannarlega huggulegt að hefja daginn á góðu spjalli og ljúffengu bakkelsi. Svo var líka agalega gott að komast í Heklu knús. 
Semsé, góð byrjun á ágætum degi sem hefur farið í bókhaldsfjör. 


 Agla, Edit og Hekla María á spjallinu.




xxx

Eva laufey Kjaran

Monday, February 20, 2012

Sunnudagur til sælu.


 Helgin var ansi hugguleg. Ég og Haddi höfðum það sérdeilis gott á Hvolsvelli.
Í gærkvöldi bauð ég fjölskyldunni í mat. Það vantaði ansi marga en það var þó ansi huggulegt hjá okkur. Mér finnst sunnudagskvöld með fjölskyldunni ómissandi. Ég tengi lambalæri alltaf við sunnudaga en ég eldaði þó kjúkling í gær ásamt tilheyrandi meðlæti, svo borðuðum við rjómabollur í dessert með bestu lyst. Mikil ósköp eru þær dásamlegar, með glassúr, sultutaui og miklum rjóma. 

Gott að enda góða viku í góðum félagsskap.




Ég vona að þið hafið haft það gott á þessum góða bolludegi. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Saturday, February 18, 2012

Ákaflega huggulegt í sveitinni

xxx

Eva Laufey Kjaran

Laugardags lunch í sveitinni

 Helgi enn á ný, dásemd.
Ég er á Hvolsvelli núna og  hér er virkilega gott að vera.
Veðrið er  ótrúlega fallegt og gott svo ég ætla að fara í langan göngutúr á eftir. 

Mig langaði í eitthvað létt og gott í hádegismatinn. Ristað brauð með hvítlauk og salati varð fyrir valinu.  Ótrúlega einfalt, svakalega bragðmikið og ljúffengt.

Ristaði brauð, lét smjör á brauðið, skar hvítlauk og nuddaði honum á brauðið. 
Skar niður tómata, gúrku og lambhagasalat. Setti í skál, muldi fetaost yfir, setti svo pínu olíu og pipar. 
Gott og ferskt.





Ég vona að þið hafið það sem allra best um helgina. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Wednesday, February 15, 2012

Rómans


Mér finnst Valentínusar-dagurinn krúttlegur. Við elduðum góðan mat og höfðum það huggulegt.
 Ég og Haddi erum bæði tvö að uppgötva hvað nautalund er ansi góð. Sem er gaman því við erum með gerólíkan matarsmekk og því er gaman að hafa eitthvað í matinn sem okkur báðum finnst voða gott.

Góður matur á þriðjudegi og huggulegheit.

Deit heima í stofu! 




Ójú, það er alltaf dessert. Vanilluís með Oreo. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Tuesday, February 14, 2012

Rómantískar vanillubollakökur með hvítu súkkulaðikremi.

Uppskriftin kemur hér. ca. 20 vanillubollakökur.

226 gr. Mjúkt smjör

450 gr. Sykur

5 Egg

330 gr. Hveiti

4 tsk. Lyftiduft

1 tsk. Salt

3 dl. Rjómi

2 msk. Vanilla extract (eða vanilludropar)

Fræ úr einni vanillustöng

Aðferð:

Smjör og sykur sett í hrærivélaskál og hrært vel saman í ca. 3- 4 mínútur þar til deigið er létt og ljóst. Egg sett út í , eitt og eitt í einu og hrært vel á milli. Takið ykkur aðra skál og blandið þurrefnum saman, mér finnst svo best að sigta deigið saman við blönduna og hræra lauslega með sleif áður en að ég læt hrærivélina sjá um málið. Að lokum er rjómanum, fræjum úr vanillustönginni og vanilla extract blandið vel saman við en mjög varlega.

Ég klippti niður bökunarpappír og notaði sem form. Mjög rómantískt og gamaldags að mínu mati :)

Inn í ofn við 160°C í 20 - 25 mínútur.

Mér finnst bollakökurnar ljúffengar með hvítsúkkulaðikremi, uppskriftina finnur þú  hér

Mikilvægt að kæla bollakökurnar vel áður en að við setjum kremið á.





Valentínusardagurinn.
 Ég ætla að eyða rómantískum degi með skólabókunum. Ætla þó að elda eitthvað gott og hafa það huggulegt með manni mínum í kvöld.

Ég vona að þið eigið ljúfan dag

xxx

Eva Laufey Kjaran

Sunday, February 12, 2012

Gulrótarkaka með dásamlegu kremi.


Á helgum er nauðsynlegt að baka eina köku, sérlega á sunnudögum. Mamma mín var ansi dugleg við baksturinn þegar að ég var yngri og það var fátt dásamlegra en að sofa út og vakna svo við kökuilm. Ljúffeng kaka kemur skapinu í lag, gott fyrir sálina. Hér kemur uppskrift af Gulrótarköku, svakalega djúsí og góð. Njótið vel!

Uppskrift

350 gr. Gulrætur
125 gr. Púðursykur
4 Egg
300 gr. Sykur
110 ml. Olía
1 msk. Vanilla Extract
2 Litlar dósir ananas (saxaðir)
330 gr. Hveiti
1 tsk.  Matarsódi
½ tsk. Salt
4 tsk. Kanil
Safi úr ½ sítrónu


 Byrjum á því að kveikja á ofninum, stillum hann á 180°C.
Rífum gulrætur með rifjárni og blöndum þeim saman við púðursykurinn. 

 Leggjum blönduna til hliðar í rúma klukkustund.


 Hrærum egg og sykur saman  í nokkrar mínútur.
Ananas, Vanilla extract og Olía


 Bætum því út í eggjablönduna. Setjum sömuleiðis þrjár msk af ananas-safanum í blönduna.
Náum okkur í aðra skál og sigtum hveiti, matarsóda, salt og kanil tvisvar til þrisvar sinnum í gegnum sigtið.

 Blöndum því við eggjablönduna í nokkar mínútur, náum okkur svo í gulræturnar og blöndum því saman við. Síðast en ekki síst fer sítrónusafinn góði!

  Smyrjum form og látum deigið í formið.
Inn í ofn við 180°C í 40 – 45 mínútur. 

Ég notaði hvítsúkkulaðikrem á kökuna, uppskrift finnur þú hér en ég bætti 250 gr. af hreinum Philadelphia rjómaost saman við. 

 Mikilvægt að kæla kökuna mjög vel áður en að við setjum kremið á. 



 Þetta krem er eitt það besta sem ég hef smakkað <3 

Ljúffeng með rjóma. 
Hún er svakalega djúsí og góð. Ég er ótrúlega hrifin af gulrótarkökum og er þessi uppskrift orðin ein af uppáhalds. Mæli hiklaust með að þið prufið. 

Ég vona að þið eigið dásamlegan sunnudag. Gerið vel við ykkur og fáið ykkur eina kökusneið eða svo, jafnvel tvær. Það er nú einu sinni helgi. 

xxx

Eva Laufey Kjaran