Wednesday, March 30, 2011

Kvöldsnarl hjá þeirri sísvöngu...

Hvað er betra en nýbakaðar chunkie súkkulaðibitaappelsínukökur svona í tilefni þess að kolvetnislaus heili fær að vera á hillunni í smá tíma.




Omm Omm Omm... ísköld mjólk og nýbökuð smákaka. Luwin it.

Saturday, March 26, 2011

Kökur

Haddi minn átti afmæli þann 20.mars og því fannst mér tilvalið að brjóta nammibannið þann dag og baka kökur og borðar þær með bestu lyst! Omm Omm








Friday, March 18, 2011

Föstudags-kokteill


Spínat - banani -engifer - trópí og mangó.


Orkubúst og ótrúlega gott!

Thursday, March 17, 2011

Ég vil sólskin!

....Ég er ekki að meta þetta veður. Snjór, snjór, snjór. Nú er að koma apríl og ég vil sjá vorið koma í mitt fang. Nenni ekki dúnúlpu, köldum táslum og köldum nebba lengur. Og hálku! Onii.

En, maður reynir nú að gera gott úr þessu veðri. Semsé, að gera gott úr veðrinu þá meina ég að ég kveiki á kertum eins og alltaf þegar að ég er að læra.. og hlusta svo á vindinn kvína fyrir utan. Þá hugsa ég hvað ég hef það nú gott að vera inni. Væri nú ekki verra ef ég ætti í heitt kakó - en ég nenni ómögulega út í búð þannig, ég verð að eiga það inni.

Lærdómsferskleikinn að fara með mig... ég get ekki hætt að smæla yfir bókunum. Svo mikið stuð.

Ég fór til ömmu minnar í dag í kaffi, held að það sé það besta sem ég geri þegar að ég fæ lestrarleiða.. gúffaði í mig maltbrauði með smjeri og kæfu og drakk indælis kaffi með henni ömmu minni. Fátt betra.

Í gær lagaði ég hvítlauksbrauð handa manni mínum... einfaldast í heimi, en er mega djúsí og gott. Hann fékk bara en ég fékk að þefa.





Step one.. djúsí hvítlaukssmjör.

Smjör, pínu hitað. 50.gr, 2-3 matskeiðar af olíu.
2 hvítlauksgeirar, 1/2 til 1 msk. af basilikku kryddi, steinselju, rósmarín. Dass af salti og pipar og hræra vel og geyma inn í ísskáp í svolítinn tíma. (líka mjög gott að nota ferskar kryddplöntur)


Svo eru það bara snittubrauð, skorin og smjörinu makað vel á og mozzarella ostur ofan á.


Reddí...Djúsí og gott. Nauðsyn með pastaréttum eða bara með súpunni.

Ég vill alltaf hafa mitt smá meira djúsí.. þannig ég set kirsuberjatómata á áður en brauðið fer inn í ofn, og nota stundum geitaost í staðinn fyrir mozzarella. Jummí - með fersku salati er það alger snilld.

Einfalt og gott!

Wednesday, March 16, 2011

Hressir, bætir og kætir!

Marsmánuður , það var ekki rottumars hjá mér heldur heilsumars. Ég er semsé búin að vera í aðhaldi, ooo þetta er svo leiðinlegt orð. En allavega þetta er þolraun ein fyrir nautnasegg eins og mig, ég er samt bara að væla afþví ég hef ekki verið í neinu stórkostlegu átaki - setti mig aldeilis í nammibann á sunnudaginn. Þannig ég er á þriðja degi að væla í ykkur. En ég skal halda mér við gulrót og hrökkbrauð í staðinn fyrir bragðaref næstu vikuna allavega, það hvetur mig dulítið áfram að sleppa namminu þegar að ég þarf að vera hálf berró fyrir fram sérdeilis margt fólk í næstu viku. Vúhú. :-)

En ég er búin að vera í semí heilsuátaki síðan í ágúst. Þá setti ég mér markmið um að komast í betra form - og hægt og rólega þá hefur það gengið ágætlega. Ég er allavega sátt og sæl í dag með eigin líkama, eitthvað sem ég er búin að vera að vesenast með alltaf. En í ágúst þá skráði ég mig í þol og þrek tíma hjá Dagrúnu, en svo ætlar hún að fara að eiga beibí þannig núna er ég í spinning, sem er líka mjög skemmtilegt. ;-)

Ég var ansi oft búin að hugsa hvað það væri nú dýrt að fara í svona tíma, að ég gæti nú bara farið sjálf í ræktina eða út að hlaupa, jarí jarí jarí. En nautnaseggurinn gerði ansi lítið, tók einn og einn dag í heilsuátaki með undirskriftinni Nýtt líf! en það gekk í smá tíma, ég missti pund, svo slakknaði átakið og ég fékk þau tilbaka...

Galdurinn við það að koma sér í betra form að mínu mati er að skrá sig í einhverja tíma, þol og þrek, zúmba, spinning osfv. það er nóg um að velja! En galdurinn er þessi, maður er búin að borga fyrir tímann og maður er tilneyddur til þess að vera í eina klst að hamast. Gott er að vera með vinkonum sínum í tímum því það gerir tímana mun skemmtilegri, þá er líka svo gott að fá smá pepp ef maður er illa upplagður í gymmið..

En auðvitað er fólk misjafnt, margir hverjir búa yfir góðri sjálfstjórn, fara samviskusamlega að hreyfa sig en ég bý ekki svo vel að mér. Þannig ég þarf eiginlega að fara 2-3x sinnum í viku í tíma sem ég er búin að skrá mig í. Þá líka veit ég að ég fer pottó þessa daga að hreyfa mig og get því leyft mér að hafa það næs og huggó hina dagana. Manni líður mun betur líkamlega og andlega séð að hafa hreyfa sig.

Hver þekkir ekki viðbjóðis-tilfinninguna þegar að maður er látin spretta í lok tímans upp tröppur eða látin taka massífa dauðagöngu. Og hver þekkir ekki unaðis-tilfinninguna þegar að maður kemur út úr tímanum eða er búin í ræktinni?? Þetta er vont í smá stund svo er allt bú! Þá verður allt gott.

Svo er líka ansi gott við heilsuátak að maður fer að pæla í því hvað maður setur ofaní sig, ég hef t.d. reynt að gera ýmsa rétti hollari og fyrir vikið verða þeir mun bragðmeiri. Svo kann ég líka betur og betur að meta nammidagana... sem eru að vísu næstum því á degi hverjum, en en en svo lengi sem ég hreyfi mig, borða fjölbreytta fæðu þá leyfi ég mér nú margt gotterí. Því þá líður mér vel - og manni á að líða vel :)

Ég er engin heilsugúrú og veit ekkert afhverju ég ákvað að blogga um þetta en ég gerði það nú samt. :)

Kv. Nautnaseggur í nammibanni.

Tuesday, March 15, 2011

Andlitsmaskar


  Ég fann skemmtilega síðu með ýmsum uppskriftum fyrir húðina. hér koma nokkrar sem ég ætla að prufa. Náttúrlega snilld að bjóða vinkonum heim til sín og dúllerast í þessu, jafnvel svo gott að maður láti Elvis á fóninn á meðan. :)

Ódýrar lausnir og góðar lausnir. 



Hér kemur uppskrift af einum maska fyrir feita húð:
- 1x eggjahvíta - pískra þar til hún verður stíf
- 5-10 dropar af ferskri sítrónu

Blanda þessu vel saman - koma sér vel fyrir og smyrja vel á andlitið og láta liggja í korter. Til þess að sjá góðan árangur er gott að brúka maskann 2-3 í viku.


Maski fyrir húð með mikið af bólum:

- Eitt egg
- Tvær matskeiðar af hreinu jógúrti
- Smá mjólk

Þessu eru blandað saman þar til þetta verður orðið að sæmilegu gúmmilaði. Smyrjuð maskanum vel á andlit og hálsinn og látið liggja á í 20 mín, skolað vel af.



Maski til þess að fá mjúka húð:

- Eitt þroskað avokado
- Ein matskeið af hunangi
- Ef þú vilt hafa þetta enn betra þá er gott að setja eins og tvær matskeiðar af hreinu jógúrti.

Hafðu þetta á í korter og skolaðu síðan af.

Skrúbb fyrir líkamann:

- Eitt glas af sjávarsalti
- Dass af Olive Olíu
- Dass af t.d. lavender olíueða jasmín - til þess að fá góða lykt. Má sleppa.

Notið skrúbbin í sturtunni og skolið vel af :)





Súkkulaðimaskinn:

- Þrjár matskeiðar af kakó-dufti
- Tvær matskeiðar af hreinu jógúrti
- Tvær matskeiðar af hunangi
- Ein matskeið af höfrum

Allt þetta er blandað saman þar til þetta verður að þykkum maska. Látið þetta á bæði andlit og háls og látið standa í 20 mín, þvoið síðan vel af með heitu vatni.









Eitt í lokin fyrir hárið:

- Látið Olive olíu í þurrt hárið t.d. áður en þið ætlið í sturtu. Smyrjið vel af olíunni í hárið, hárið á alveg að vera semí blautt. Látið standa í allavegana klukkutíma, farið svo í sturtuna og þvoið af með ykkar sjampói:)





Ódýrar og einfaldar lausnir.... sakar ekki að prufa :-)

Mette - Marit

Glæsileg prinsessa

Monday, March 14, 2011

Mig vantar...


Helgin

Mánudagur til mæðu - hvað er það við mánudaga sem að gera þá svolítið leiðinlega??.
En ný vika - nóg að gera. Prófin að hefjast í næsta mánuði - þannig nú er það lestur, lestur, lestur. Er búin að fá mér indælis kaffi og kveikja á nokkrum vanillu kertum. Þannig ég er meira en tilbúin fyrir lestrarplan dagsins. :-)

Helgin var ansi ljúf. Á föstudaginn þá fór ég með mínum manni á árshátíð HR. Við gistum á Grand Hótel og var það ósköp fínt.

Stöðin til að spasla upp á sig. Haddi er með þrjá hluti - en ég trilljón. Það væri nú ekki amarlegt að henda sér í jakkafötin og jella á sér hárið og skunda síðan út :) Nei okay, það væri leiðinlegt. Ég hef gaman að dúlleríi....


En svo fór helgin í leti og kósíheit - enda ekki annað hægt þegar að veðrið er ekki upp á marga fiska. Ég heimta vorið.

Tuesday, March 8, 2011

Fish - Tacos



Fish - Tacos.
Ég er náttúrlega facebook - stalker og sá um daginn að frænka mín var að elda sér fiski-takkó. Ég var nú ansi forvitin hvernig það smakkaðist - því ég hef bara heyrt um svoleiðis takkó í amerískum kvikmyndum :-)

En ég hermdi.. og útkoman var dásamleg. Ótrúlega ferskt og gott.
Ég marineraði ýsuflak í olive olíu, lime, hvítlauk og ýmsum kryddum m.a. fersk basilika og fersk steinselja.

Lét þetta marinerast í rúma klukkustund.

Á meðan gerði ég dressinguna -

Dass af létt AB - mjólk, safi úr 1/2 lime, fersk steinselja, hvítlaukur og svartur pipar.

Mjög létt og holl dressing - þannig maður þarf ekkert að spara hana, en maður angar af hvítlauk.

Svo skar ég niður allt það grænmeti sem ég átti m.a. gúrka, kirsjuberjatómatar, paprika, sveppir, laukur, spínat og venjulegt kál.

Svo steikti ég ýsuna á pönnu - notaði smá kókosólíu. Svo þegar að ýsan var að verða reddí þá setti ég laukin og paprikuna út á pönnuna og leyfði þessu aðeins að blanda sér.

Svo raðaði ég þessu öllu pent inn... setti smá ferskan mozzarella og væna skeið af salsasósu.

Yummí!

Einfalt og ótrúlega gott.

(Útkoman, ekkert sérlega delish myndir )




Monday, March 7, 2011

Ég vildi að...


Ég nenni alveg bolludegi, en ég nenni ekki þessu veðri.
Mig langar að eignast þennan dásamlega kjól, og mig langar að það sé gott veður og mig langar í nokkra góða kokteila með yndislega vinahópnum.

Ég hlakka semsé ansi mikið til þess að það komi sumar.




Er hann ekki dásemd? ALICE + OLIVIA kjóll.



Boll Boll Boll

Mmm... í dag er bolludagurinn. Hinn eini og sanni! Það er hálfgerð Fiesta fyrir sælkera eins og mig. Svona myndi ég nákvæmlega leggja til borðs og laga með kaffinu ef ég bara væri ekki svona "bissí". En ég ætla í það minnsta að fá mér eina með miklum rjóma, sultu og glassúr. Svo eina með bleikum rjóma og glassúr. Omm Omm Omm.


Njótið dagsins - því það mun ég svo sannarlega gera!

Pink

Fyrir sumarið/vorið þá vil ég endilega eignast bleikan kjól, það hefur líklega ekki gerst að mig langi virkilega í bleikan kjól bara síðan frá því að ég var lítil.










Uppáhalds kjólarnir mínir á Óskarnum 2011.